Þjónustulýsing og réttindi notandans

Loppubókun (Kotikirppu) hefur þróað þessa þjónustu fyrir viðskiptavini og eigendur markaða.

Þjónustan inniheldur bókun á básum, möguleikann á fylgjast með sölu rafrænt, aðgerð til þess að búa til verðmiða, kassakerfi og fjölmarga aðra eiginleika. Skilmála Loppubókunar má sjá hér að neðan.

Til þess að geta notast við þessa þjónustu þarftu að vera innskráð/ur. Með innskráningu skuldbindur notandinn sig að nota kerfið á löglegan hátt. Viðskiptavinir/seljendur Barnaloppunnar fá þjónustuna ókeypis.

Öll réttindi tilheyra Loppubókun (Kotikirppu) og/eða samstarfsaðilum þeirra. Öll réttindi á kerfinu tilheyra þeim sem bjóða upp á kerfið og/eða samstarfsaðilum þeirra.

Innskráning

Við innskráningu í Loppubókun gefur notandi upp nafn, netfang og símanúmer. Loppubókun sendir því næst lykilorð, sem notandi getur svo breytt að vild. Notendanafnið er netfangið þitt. Notandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að gefa ekki upp lykilorð sitt til annarra, og er einnig ábyrgur fyrir því að notkun á þjónustunni fari einungis fram á eigin notendanafni. Notandinn er sjálfur ábyrgur fyrir því sem hann/hún notar aðgang sinn í.

Rekstur og viðhald af Loppubókun

Þjónustuveitandinn hefur leyfi til þess að breyta og betrumbæta innihaldi þessarar þjónustu. Þjónustuveitandinn mun leitast við að upplýsa allar breytingar og mögulegar bilanir sem kunna að verða. Breytingarnar taka gildi um leið og þær eru gerðar.

Hægt er að nota þjónustuna allan sólahringinn í gegnum heimasíðuna. Þjónustuveitandinn getur ekki ábyrgst að það muni ekki koma upp truflanir eða villur í notkun þjónustunnar. Þjónustuveitandinn er ekki ábyrgur fyrir mögulegum skaða sem bilun eða rekstrarstopp getur haft í för með sér. Þjónustuveitandinn hefur hvenær sem er rétt til þess að hætta þjónustunni eða einhverjum hluta hennar.

Bótaábygð

Þjónustuveitandinn er ekki ábyrgur fyrir rekstrarstoppi eða mögulegum skaða/tapi sem tengist tæknilegum bilunum, viðhaldi eða uppfærslum. Þjónustuveitandinn er einnig ekki ábyrgur ef innihald eða upplýsingar í Loppubókun breytast skyndilega eða seinka vegna ofangreindra aðstæðna.

Löggjöf

Til að túlka notkunarskilmála er notast við íslenska löggjöf

Gildistaka og breytingar á skilmálum

Þessir skilmálar munu taka gildi um leið og uppfærslan hefur verið gerð og mun gilda framvegis. Þjónustuveitandinn hefur rétt til þess að breyta skilmálunum. Nýir skilmálar munu gilda frá því að breytingarnar hafa verið gerðar opinberar á síðunni.

Uppsögn samnings

Báðir aðilar geta hvenær sem er hætt samstarfinu. Notandi slítur samstarfinu með því að biðja þjónustuveitandann um að eyða sér út úr kerfinu. Þjónustuveitandinn getur hvenær sem er hætt að bjóða upp á þessa þjónustu eða hluta hennar. Ef svo fer, mun þjónustuveitandinn senda út skilaboð í gegnum kerfið eða í gegnum aðrar rásir sem þjónustuveitandinn telur viðeigandi.

Skráning upplýsinga

Nafn á gagnagrunni

Viðskiptavinaskrá Loppubókunar

Vefslóð gagnagrunns

www.loppubokun.is

Ábyrgur fyrir gagnagrunni

Mette Puromäki
www.kotikirppu.fi

gagnagrunninum er viðhaldið af

Mette Puromäki
mette.puromaki@kotikirppu.fi

Tilgangur og heimildir til upplýsinga í gagnagrunninum

Upplýsingar um viðskiptavin/notenda af þessari þjónustu skráist í þennan gagnagrunn. Við uppfyllum persónuupplýsingalögin, grein 28, við varðveislu og meðferð á upplýsingum í gagnagrunninum.

Persónuupplýsingarnar er safnað saman með skráningu og notkun á þessari þjónustu.

Tilgangurinn með gagnagrunninum er að skapa og viðhalda viðskiptavinasamböndum milli viðskiptavina og Barnaloppunnar. Upplýsingar í gagnagrunni eru notaðar til að ljúka við bókanir, til að bera kennsl á notendur og til þess að nota við aðra eiginleika kerfisins. Í þeim tilvikum þar sem nauðsynlegt er að gefa upp upplýsingar á einstaka viðskiptavinum til þriðja aðila mun það verða gert á þann hátt að ekki sé hægt að bera kennsl á einstaka viðskiptavini. Þjónustuveitandinn má meðhöndla persónuupplýsingar eins síns liðs eða með samstarfsaðilum sínum.

Réttindi fyrir skráða notendur í gagnagrunninum

Skoða gagnagrunn:
Sá sem er skráður hefur rétt til þess að fá að vita hvaða upplýsingar við höfum skráð um hann/hana, en sú þjónusta er ókeypis einu sinni á ári. Ef þú hefur áhuga á því sjá hvaða upplýsingar eru skráðar um þig, getur þú haft samband við Mette í gegnum tölvupóstfangið mette.puromaki(a)kotikirppu.fi. Í tengslum við fyrirspurn þína skaltu nefna hvaða gagnagrunn þú vilt að við kíkjum á og útskýra á ensku hvað fyrirspurnin snýst um.

Leiðrétta upplýsingar:
Eigandinn af gagnagrunninum leiðréttir, fjarlægir eða gerir viðbætur á vitlausum, óþörfum eða breyttum upplýsingum.

Eigandinn framkvæmir það annað hvort sjálfur eða eftir beiðni þess sem er skráður. Óskir þú eftir leiðréttingu eða að láta fjarlægja upplýsingarnar þínar sendu vinsamlegast tölvupóst á, mette.puromaki(a)kotikirppu.fi.

Upplýsingar í gagnagrunninum:
Nafn
Eftirnafn
Netfang
Símanúmer
Ennfremur er lykilorð sem tölvukerfið ákveður
Upplýsingar um notkun kerfisins
Aðrar upplýsingar sem notandinn slær inn í kerfið eða hefur gefið upp með sínu samþykki

Verndun gagnagrunnsins

Gagnagrunnur viðskiptavina er einungis aðgengilegur fyrir þá sem hafa umsjón með gagnagrunninum, en Barnaloppan hefur einnig aðgang að honum. Gagnagrunnurinn er einungis rafrænn og er staðsettur á netþjóni. Hann er varin með ákveðnum kóðum, lykilorðum og notendarétti. Hægt er að veita aðgang eftir þörfum að gagnagrunninum til einstaklinga eða fyrirtækja sem hyggjast viðhalda eða þróa kerfið. Einstaklingar sem meðhöndla upplýsingar eru bundnir trúnaðarskyldu, og telst það refsivert athæfi að gefa upplýsingar upp til þriðja aðila.

Senda upplýsingar áfram

Upplýsingar í gagnagrunninum má gefa til eiganda markaða sem notast við þetta kerfi.

Tampere 28.6.2016

Mette Puromäki
Síðast uppfært 28.6.2016